Samfélagsmiðlar

Hvað kostar að fylgja U-21 landsliðinu til Jótlands?

Hér eru þrjár hugmyndir að fótboltaferðum til Jótlands í sumar.

Í júní gefst sjaldgæft tækifæri til að fylgjast með íslensku karlalandsliði í úrslitakeppni stórmóts þegar U-21 landsliðið tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í Danmörku.

Fyrsti leikur liðsins er í Árósum þann 11. júní og þriðji og síðasti leikurinn í riðlakeppninni er viku síðar í Álaborg. Úrslitaleikurinn sjálfur er þann tuttugasta og fimmta.

Hér eru þrjú dæmi um hvernig hægt er að komast í stúkuna og hvað það kostar.

Tveir leikir í riðlakeppninni – flug og miðar á 43 þúsund.

Ef flogið er með Icelandair til Billund 13. júní og heim viku síðar kostar flugið 40.280 (verð í dag, 28.apríl). Ódýrustu miðarnir á leikina kosta 70 danskar (um 1100 íslenskar) ef þeir eru keyptir á Billetnet.

Frá Billund flugvelli gengur rúta til Árósa nokkrum sinnum á dag. Fargjaldið er 180 danskar (tæpar 4000 íslenskar).

Allir leikirnir í riðlakeppninni – flug og miðar á 51 þúsund

Það hentar betur að fljúga með Icelandair til Billund fyrir þá sem vilja sjá alla þrjá leikina í riðlakeppninni en Iceland Express. Með Icelandair kostar flugið 11. til 20. júní 48.280 kr. (verðið í dag, 28.apríl). Síðan tekur við ferðalag frá Billund til Árósa eins og í dæminu á undan.

Einnig er hægt að fljúga til Kaupmannahafnar 11. júní og heim þann nítjánda. Með því að kaupa næturflug með Icelandair, aðfararnótt ellefta júní, kostar miðinn 41.390 eða tæpum sjö þúsund krónum minna en hjá Iceland Express sömu daga. Þeir sem fara þessa leið geta tekið lestina frá Kastrup og til Árósa sem tekur þrjá tíma og svo tilbaka frá Álaborg um miðnætti 18. júní, kvöldið fyrir flug. Þá má reyndar lítið út af bregða því lestin frá Álaborg rennir í hlað á Kastrup flugvelli tæpum tveimur tímum fyrir brottför flugvélarinnar. Ef lestarmiðar eru pantaðar á vef DSB með góðum fyrirvara kostar farið fram og tilbaka í kringum 800 danskar (18.000 íslenskar).

Allt mótið – Flug og miðar á 60 þúsund

Þeir sem trúa því að íslenska liðið fari langt í mótinu vilja síður þurfa að fara heim þegar riðlakeppnin er búin. Dagana 11. til 27. júní kostar flugið til Billund með Icelandair rúmar 55 þúsund. En ef farið er í gegnum Kaupmannahöfn (heimferð 26. júní) kostar farið með báðum félögum um fjörtíu og níu þúsund. Flug Iceland Express til Álaborgar nýtist ekki fótboltaáhugamönnum vel því aðeins er flogið á miðvikudögum frá 15. júní.

Ekki gleyma gistingunni

Hótelkostnaður vegur þungt á ferðalaginu en þeir sem vilja gista sem ódýrast geta pakkað niður tjaldi eða gist á farfuglaheimilum Danhostel. Gistihúsin á vef Bedandbreakfast.dk eru líka ódýr eða frá 300 dönskum fyrir tveggja manna herbergi. Af hótelunum þá eru fáir sem bjóða betur en Cabinn, Zleep í Álaborg og City Sleep-in í Árósum þar sem tveggja manna herbergi með baði kostar 750 danskar (16600 kr).

TENGDAR GREINAR: Þúsund íslenskir útlendingar sóttir heim og Íslendingar á heimavelli á Jótlandi
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Myndasafn KSÍ

 

 

 

Þessi grein er skrifuð í samstarfi við:


Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …