Kínverjarnir koma

Fjöldi kínverskra ferðamanna mun fjórfaldast í Evrópu á næstu árum.

Árið 2020 er því spáð að tuttugu og fimm milljónir Kínverja ferðist til útlanda í fyrsta skipti. Það jafngildir sjötíu þúsund ferðamönnum á dag. Kína verður þá næststærsti ferðamarkaður í heimi, á eftir Bandaríkjunum, og þarlendir túristar munu standa undir fjórtán prósent af heildarveltu ferðaþjónustunnar í heiminum.

Þetta sýna spár Boston Consulting Group sem sagt er frá á vefsíðunni China Daily. Ástæðan fyrir ferðagleði Kínverja er aukin velmegun í landinu.

NÝJAR GREINAR: Rukka sextán þúsund fyrir aukatösku
TILBOÐ: Aloft í Harlem. Splunkunýtt hótel í New York

Mynd: Zoetnet (Flickr-Creative Commons)