Kjósa útlendinga frekar en heimamenn

Erlendir ferðamenn eru ferðaþjónustunni vestanhafs mun verðmætari en þeir innlendu.

Sextíu milljónir erlendra ferðamanna lögðu leið sín til Bandaríkjanna á síðasta ári. Þetta er aukning um tíund frá fyrra ári og er ferðaþjónustan þar í landi ánægð með árangurinn samkvæmt frétt USA Today. Útlendingarnir verja nefnilega mun meiri peningum í gistingu, veitingastaði, verslanir og ýmiskonar afþreyingu en Kanar á ferðalagi innanlands gera.

Flestir þeirra útlendinga sem heimsóttu Bandaríkin á síðasta ári koma frá Kanada en Bretar, Japanir og Þjóðverjar eru líka fjölmennir. Það sem vegur hins vegar þungt er að í fyrra fjölgaði kínverskum túristum í Bandaríkjunum um rúman helming og Kóreumönnum álíka mikið.

Það er New York sem er vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Bandaríkjunum.

NÝJAR GREINAR: Hótel heimamanna í Toronto
TILBOÐ: Aloft í Harlem. Splunkunýtt hótel í New York

Mynd: Wikicommons