Í Legó í fríinu

Heimavöllur eins vinsælasta leikfangaframleiðanda í heimi er skyldustopp á ferðalagi fjölskyldunnar um Jótland.

Duploflugvél fyrir þau yngstu
Það er fátt sem frændur okkar Danir eru eins stoltir af að hafa fóstrað eins og Legó. Í Billund hófst ævintýri kubbaframleiðandands og þar í bæ er Lególand skemmtigarðurinn þar sem bæði núverandi og fyrrverandi byggingameistarar geta gert sér glaðan dag.

Hjarta garðsins er Minilandið þar sem til sýnis eru eftirmyndir þekktra bygginga sem settar hafa verið saman úr meira en tuttugu milljón kubbum. Það er helst dönskum byggingum og borgarhlutum sem er hampað í Minilandi en þar líka sitthvað að sjá frá nágrannalöndunum og að auki vel valda hluti frá mjög fjarlægðri vetrarbraut. Því nýjasta viðbót Lególands er Star Wars svæðið þar sem nokkrar af þekktustu senum bíómyndanna hafa verið endurgerðar með leikmynd úr kubbum.

Ekki bara Legó

Að vera heltekinn af Legó er ekki lykilatriði til að geta skemmt sér í eina vinsælasta skemmtigarði Dana. Þar eru nefnlega líka tívolítæki sem standast kröfur þeirra sem vilja láta vindinn leika um hárið og líka hinna sem eru meira gefnir fyrir hringekjur og kannski fjarsjóðs- og sjóræningaleiki.

Lególand er í nágrenni við Billund flugvöll og er því kjörinn byrjunarreitur eða endapunktur á ferðalagi um Jótland. Það kostar 249 danskar inn fyrir börn en 279 fyrir fullorðna (um 5500 og 6100 íslenskar).

Þessi grein er skrifuð í samstarfi við:


 

TENGDAR GREINAR: Í landi danskra rússíbana
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Myndir: Legoland