Ókeypis fyrir börn í Tívolí

Nú fá börn yngri en átta ára frítt inn í Tívolí í Kaupmannahöfn og boðið verður uppá nestisaðstöðu í von um að fleiri fjölskyldur láti sjá sig í garðinum.

Það kostar sitt að heimsækja hið eina sanna Tívolí í Kaupmannahöfn því aðgangseyrinn er 75 danskar krónur (um 1650 íslenskar) út júní en hækkar svo uppí 95 danskar (um 2100 íslenskar). Verðlagið hefur komið niður á aðsókninni og því ætla forsvarsmenn garðsins að fella niður barnagjaldið og hleypa þeim yngstu inn frítt. Einnig verður gestunum gert auðveldara að spara sér veitingahúsaferð í garðinum því þar hefur verið komið fyrir fínustu nestisaðstöðu á grasbala svo hægt er að fara í lautarferð mitt á milli tívolítækjanna.

LESTU LÍKA: Tívolí er eini skemmtigarðurinn með Michelin stjörnu

Á móti kemur að passi sem gildir í öll tæki kostar nú það sama fyrir börn og fullorðna, eða 195 danskar (um 4300 íslenskar) en áður borguðu börnin minna en foreldranir.

Tívolí opnaði í vikunni og verður opið fram til loka september.

TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista
NÝJAR GREINAR:
Sérhæð fyrir konur á hóteli í Kaupmannahöfn

Mynd: Tivoli.dk