Skera upp herör gegn handklæðaþjófum

Bómull hefur hækkað svo mikið í verði að hótelin verða að passa betur uppá handklæðin sín og sloppana.

Það gerist stöku sinnum að stóru, fínu handklæðin og mjúki sloppurinn á hótelinu lenda ofan í töskum gestanna. Hingað til hafa hóteleigendur lítið gert til að koma í veg fyrir þessa vörurýrnun en nú þegar bómullinn hefur nærri því tvöfaldast í verði á einu ári er kominn tími á breytingar. Bandarískt fyrirtæki hefur því þróað tölvuflögu sem þolir þvott og hægt er að sauma í handklæði, sloppa og inniskó.

Samkvæmt frétt New York Times hefur hótel eitt á Honolulu á Hawai sparað, sem nemur, tæpum tveimur milljónunum íslenskra króna á mánuði í kaup á nýjum handklæðum eftir að tæknin var innleidd. Þaðan hverfa nú aðeins 750 handklæði á mánuði sem er fimmfalt minna en áður.

NÝJAR GREINAR: Rukka sextán þúsund fyrir aukatösku
TILBOÐ:
Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Dennis Wong (Flickr-Creative Commons)