Svifið yfir Thames

Vinna við fyrstu svifbrautina í London hefst í sumar og hún verður tilbúin í tíma fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í júlí á næsta ári.

Það er viðbúið að álagið á almenningsamgöngukerfið í London verði mikið þegar Ólympíuleikarnir fara þar fram næsta sumar. Til að létta á kerfinu verður reist kílómetra löng svifbraut milli O2 hallarinnar og Excel ráðstefnusvæðisins sem standa á bökkum Thames í austurhluta Lundúna.

Ferðin mun taka fimm mínútur og tvö þúsund og fimm hundruð manns geta svifið yfir ánna á hverjum klukkutíma samkvæmt heimasíðu samgönguráðs Lundúna.

Brautin verður fimmtíu metra há og útsýnið úr vögnunum verður feikigott, meðal annars yfir Ólympíussvæðið. Áætlað er að svifbrautin verði nýtt til fólksflutninga um ókomna framtíð.

Hér myndband af þessu væntanlega mannvirki:

TILBOÐ Í LONDON: London: Gistiheimili og hótelíbúðir. 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista
TENGDAR GREINAR:
Ódýr gisting við Oxfordstræti og Úthugsuð Lundúnarhótel á góðu verði
NÝJAR GREINAR: Hótel í París í þremur verðflokkum