Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Arnar Úlfars Sævarssonar

Rútuferðaleg um Tyrkland,  ógleymanleg pizza í Napólí og veikindi á fimm stjörnu hóteli er meðal þess sem Gettu betur dómarinn Örn Úlfar minnist úr utanlandsferðum sínum.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:
Þá fór ég til Danmerkur sem smábarn með móður minni en ég var smábarn og man ekkert eftir þessu. Fyrstu utanlandsferðirnar sem ég man eftir voru siglingar með afa mínum, en hann var skipstjóri hjá Eimskip.

Best heppnaða utanlandsferðin:
Árið 2007 fór ég í mjög eftirminnilega ferð um Tyrkland með konunni minni. Istanbúl heillaði okkur upp úr skónum, bæði borgin sjálf; t.d. moskurnar, baðhúsin og veitingahúsin, en ekki síður fólkið. Ég hef hvergi kynnst annarri eins gestrisni og í Tyrklandi og það er virkilega vel tekið á móti ferðafólki. Við ferðuðumst um landið með rútum. Í mínum huga er það héraðið Cappadochia sem stendur upp úr. Þetta er hálfgert ævintýraland með mögnuðum klettamyndunum þar sem fólk hefur m.a. gert sér híbýli í gegnum aldirnar. Við skoðuðum m.a. mikla neðanjarðarborg þar sem fjöldi fólks faldi sig á tímabilum ofsókna gegn kristnu fólki.

Verst heppnaða utanlandsferðin:
Það var námskeið sem ég fór á fyrir starfsfólk auglýsingakeðjunnar McCann Erickson á fimm stjörnu hóteli í Suður-Hollandi. Ég var veikur allan tímann, gat ekki borðað neitt af lúxusmatnum og gleymdi veskinu mínu í lestinni á leiðinni til Amsterdam.

Tek alltaf með í fríið:
Síma, kreditkort, vegabréf og lesefni af léttara taginu.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:
Þegar lögreglan kom að mér og félaga mínum þegar við ákváðum að hlaupa á nærbuxunum kringum gosbrunn á torgi einu í Aix en Provence. Einnig get ég nefnt vandræðalegt augnablik þegar ég ákvað að halla skíðunum mínum upp að bíl bandaríkjamanns í Vermont. Hann jós yfir mig verðskulduðum skömmum fyrir vikið.

Besta maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:
Það kemur margt til greina en af einhverjum ástæðum kemur hin stórkostlega pizza á Da Michele í Napólí fyrst upp í hugann.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:
Istanbúl

Draumafríið:
Ég á mér draum um að byrja í safaríferð í Tansaníu, fara þaðan og skoða lemúrana á Madagaskar og enda á Zanzibar.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …