Flugfélögin eiga að borga gistingu

Flugrekendur eiga að sjá farþegum sínum fyrir gistingu verði þeir strandaglópar.

Þeir farþegar sem hafa þurft að bóka aukanætur á hótelum vegna eldgossins í Grímsvötnum eiga að fá gistinguna greidda hjá flugfélaginu sínu samkvæmt vef Flugmálastjórnar.

Fólk verður þó að vera skynsamt þegar það velur hótel ætlist það til að fá gistinguna greidda. Því ekki er víst að flugfélagið sé tilbúið til, eða bera skylda til, að borga gistingu á lúxushóteli eða dýrar máltíðir.

Þeir farþegar sem telja sig hlunnfarna varðandi greiðslu á gistingu hjá flugfélaginu eiga að snúa sér til Flugmálastjórnar.

TENGDAR GREINAR: Farþegar gjaldþrota flugfélaga eru ótryggðir
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: John Althouse Cohen (Creative Commons)