Farþegar borga fyrir snjóruðning á Heathrow

Það þarf að kosta miklu til svo snjóstormur loki ekki aftur stærsta flugvellinum í London svo dögum skiptir.

Í desember fór allt úr skorðum á Heathrow flugvelli í London vegna mikillar snjókomu. Þá var flugvellinum lokað í fimm daga og þúsundir farþega urðu strandaglópar. Til að minnka líkurnar á að þessi staða komi upp að nýju verður að ráðast í breytingar á vellinum sem áætlað er að kosti, sem samsvarar, rúmum níu milljörðum íslenskra króna. Forsvarsmenn rekstrarfélags flugvallarins, BAA, segjast ekki ætla að borga allan reikninginn og vilja að flugfélögin leggi í púkkið. Verði það lendingin er líklegt að flug til og frá Heathrow hækki í kjölfarið.

Samkvæmt frétt The Times hefur British Airways gefið það út að fyrirtækið muni styðja við bakið á BAA en önnur flugfélög, eins og Virgin Atlantic, telja að það sé í verkahring eigenda flugvallarins að sjá til þess að þjónustan við flugfélög og farþega sé fyrsta flokks.

NÝJAR GREINAR: Hótel í París í þremur verðflokkum
TENGDAR GREINAR: Ódýrasta leiðin til og frá tíu flugvöllum
TILBOÐ: London: Gistiheimili og hótelíbúðir. 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Wikicommons