Hótel í bankabyggingum

Bankastofnanir hafa lengi verið frekar á besta plássið í miðborgum og reist þar veglegar byggingar. En nú þegar þörfin fyrir útibú er ekki eins mikil og áður er kominn tími til að önnur og líflegri starfssemi fái notið þessara mustera.

Þessi fimm hótel eiga það sammerkt að vera í húsum sem áður hýstu banka.

Mandarin Oriental hotel, Barcelona

Gamlir munir sem tilheyrðu bankanum sem í húsinu var eru nú nýttir til skrauts á þessu glæsihóteli í Barcelona. Bútar úr öryggishólfum og peningaskápum hanga til að mynda upp á veggjum á hótelbarnum.

Gistingin kostar frá 325 evrum.

www.mandarinoriental.com/barcelona

The Westin hotel, Dublin

Einn vinsælasti fundarstaður fínni hluta Dublinarbúa er Klínkbarinn (Mint Bar) í kjallara The Westin Hotel í Dublin.

Hótelið nýtur líka vinsælda ferðamanna enda vel staðsett og ekki svo dýrt.

Gistingin kostar frá 111 evrum

www.thewestindublin.com

Banke hotel, París

Fyrrum höfuðstöðvar Credit Commerciale Bank í Óperuhverfinu í París eru nú ágætlega íburðarmikið hótel þar sem finna má gulllitað sófasett og nítján metra háa ljósakrónu.

Gistingin kostar frá 143 evrum

www. derbyhotels.com

Hotel de Rome, Berlín

Á einu fínasta hótelinu í austurhluta Berlínar geta gestirnir, líkt og Jóakim Aðalönd, stungið sér til sunds í peningahirslum. Þær eru reyndar fullar af vatni á Hotel de Rome en ekki gullpeningum.

Gistingin kostar frá 225 evrum

www.hotelderome.com

Hotel Icon, Houston

Mikið af upprunalegu innréttingunum frá 1911 eru nýttar á Hotel Icon í dag. Restaurant Voice, veitingastaður hótelsins, þykir einn sá fínasti í olíuborginni.

Gistingin kostar frá 130 dollurum

www.hotelicon.com

NÝJAR GREINAR: Rokkað á götum GautaborgarVerður stærsta fríhafnarbygging heims
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Mandarin Oriental
Heimild: Metroxpress