Samfélagsmiðlar

Sjarmerandi hótel í Stokkhólmi

Hér er gistingin fyrir þá sem vilja lifa og hrærast í líflegasta hverfinu í höfuðstað Svía í nokkra daga.

Það þykir ekkert hverfi í Stokkhólmi jafn smart og Södermalm eða SoFo eins og borgarbúar kalla það. Þar hefur hugmyndaríkt athafnafólk opnað alls kyns sérverslanir, kaffihús, gallerí og veitingastaði sem lokka ekki aðeins til sín Hólmara úr öðrum hverfum heldur líka túrista.

Þeir sem vilja upplifa þá skemmtilegu stemningu sem þarna ríkir ættu að kanna hvort ekki er laust herbergi á Columbus hótelinu sem er staðsett í miðju Södermalm, rétt við Medborgarplatsen, hjarta þessa borgarhluta.

Einfalt og heimilislegt

Fyrir gluggunum á herbergjunum eru síðar, dökklitar gardínur, sófarnir eru mjúkir og stórir og á veggjunum eru myndir í útskornum, gulllituðum römmum. Hótelið er því ekki innréttað í anda skandinavískrar naumhyggju og ekki kemur það niður á hlýlegheitunum í þessu vinsæla gistihúsi sem fær mjög góða umfjöllun hjá notendum Tripadvisor.

Ódýrt –  á sænskan mælikvarða

Stokkhólmur er ekki ódýr borg heim að sækja og hótelprísinn þar með því hæsta sem þekkist. Kosturinn við verðlagið á Columbus hótelinu er að hægt er að panta herbergi án baðherbergis fyrir 845 sænskar (15600 íslenskar). Það eru ágætis kaup í þessari borg fyrir jafn gott og vel staðsett hótel. Þeir sem vilja síður deila baðaðstöðunni verða að borga að lágmarki 1350 sænskar.

Heimasíða Columbus Hotell

TENGDAR GREINAR: Þrjú misdýr hótel í Stokkhólmi
NÝJAR GREINAR: Hvað kostar að fylgja U-21 landsliðinu til Jótlands?
TILBOÐ:
Berlín: Hótelíbúðir í Mitte hverfinu- 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Myndir: Columbus hotell

Share |

Nýtt efni

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …