Leggja drög að 1000 farþega flugvél

Það er ekki nóg fyrir Air France og Lufthansa að koma rúmlega fimm hundruð manns inn í nýjustu flugvélarnar sínar.

Af þeim flugfélögum sem hafa bætt Airbus A380 við flotann sinn gerir ekkert þeirra ráð fyrir jafn mörgum farþegum um borð og Air France. Í þotunni þeirra verður pláss fyrir 538 sæti á meðan Singapore Airlines ætlar aðeins að fljúga með hátt í fjögur hundruð farþega í sínum.

Farþegafjöldinn ræðst meðal annars af mismunandi áherslum félaganna á stór og dýr sæti fyrir viðskiptaferðalanga. Hjá Frökkunum verða nær öll sætin á almennu farrými og það sama er uppá teningnum hjá Lufthansa.

Miðað við hversu vel Air France og Lufthansa ætla að nýta plássið í A380 þarf ekki að koma á óvart að félögin sýna bollaleggingum Airbus um þúsund farþega flugvélar mikinn áhuga samkvæmt frétt Australian Business Traveller.

Þess verður þó langt að bíða að þessar ógnarstóru þotur hefji sig á loft í fyrsta skipti enda hafa starfsmenn Airbus vart undan við að setja saman A380 flugvélar.

NÝJAR GREINAR: Sofið í annarra manna rúmi
TILBOÐ: Berlín: Hótelíbúðir í Mitte hverfinu- 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Dmitry A. Mottl – Wikicommons