Núna er bannað að reykja víðast hvar í New York

Þeir sem kveikja sér í sígarettu á almannafæri í New York eiga von á sekt.

Frá og með gærdeginum er óheimilt að reykja á torgum, baðströndum og almenningsgörðum í New York. Þeir sem ekki virða bannið gætu þurft að greiða löggunni sekt uppá 50 dollara, sem samsvarar um 5.800 krónum. Þetta herta tóbaksreykingabann var samþykkt af borgarráði New York í febrúar en nú eru átta ár síðan reykingar voru bannaðar á matsölustöðum og börum borgarinnar.

Talið er að þessar nýju reglur muni valda reykingafólki og lögreglunni töluverðum vanda því oft leikur vafi á hvar þessi nýju bannsvæði byrja og enda. Til dæmis eru sum götuhorn skilgreind sem torg en önnur ekki.

Það getur því reynst ferðamönnum í borginni erfitt að svala þörfinni fyrir tóbak nema þeir fái leyfi til að koma sér fyrir á húsþökum eða í íbúðum þjáningabræðra sinna rétt á meðan þeir reykja.

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Gerðar Kristnýjar
TILBOÐ:
New York: Aloft í Harlem. Splunkunýtt hótel á spennandi stað

Mynd: © NYC & Company