Sekta túrista í strandfötum

Hálfnakið fólk á götum Barcelona má búast við tuttugu þúsund króna sekt fyrir óviðeigandi klæðaburð.

Borgaryfirvöld í Barcelona eru orðin langþreytt á ferðamönnum sem klæðast eingöngu bikiní og sundbuxum. Í fyrra voru sett upp skilti á víð og dreif um borgina þar sem þeim tilmælum var beint til ferðamanna að klæða sig líkt og þeir gera í sínum heimabæ og nota sundfötin aðeins á ströndinni. Sú aðferð bar engan árangur og því hafa yfirvöld gefið löggunni leyfi til að sekta þá sem ganga um götur borgarinnar hálfnaktir samkvæmt frétt VG í Noregi.

Sektin nemur um 115 evrum (um 20 þúsund íslenskar) en þeir sem sjást naktir fyrir utan nektarstrendur borgarinnar verða sektaðir um, sem samsvarar, tæplega fimmtíu þúsund íslenskar krónur.

LESTU LÍKA: Vegvísir – Barcelona
TENGDAR GREINAR: Barcelona bragðast betur


Mynd: Thomas Hawk – Creative commons