Til þessara landa skaltu ekki fara

Er óhætt að ferðast til Sýrlands og hvað með Japan? Hér er listi yfir þau lönd sem ekki er ráðlegt að ferðast til í dag.

Uppreisnarástand, nátturuhamfarir og geislavirkni hafa verið nægt tilefni til að borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur varað við ferðalögum til Egyptalands og Japan í janúar og mars. Þessar viðvaranir hafa hins vegar ekki verið uppfærðar nú þegar ástandið er orðið skaplegra í þessum löndum.

Þess í stað vísar borgaraþjónustan á vefi utanríkisráðuneyta nágrannaþjóðanna þar sem finna má mun ítarlegri upplýsingar um stöðuna í þeim löndum sem útlendingum er ráðlagt að halda sig fjarri. Ástæðan fyrir þessum skorti á íslenskum upplýsingum er sú, að sögn ráðuneytisins, að ekki eru íslensk sendiráð í flestum þessara landa, t.d. í N-Afríku og því býr ráðuneytið ekki yfir eins góðum upplýsingum og nágrannaþjóðirnar.

Þeir ferðamenn sem ætla sér á vafasamar slóðir ættu því að kynna sér hina erlendu vefi áður en lagt er í hann.

Hér er listi yfir þau lönd sem danska utanríkisráðuneytið ráðleggur Dönum að halda sig fjarri í dag:

Bahrain
Burkina Faso
Gaza og Vesturbakkinn
Írak
Jemen
Líbýa
Máritanía
Pakistan
Sádí Arabía
Sómalía
Sýrland

Hér eru svo þau lönd þar sem ástandið er alla jafna gott en ferðafólki er bent á að gæta varúðar og jafnvel sneiða framhjá ákveðnum landshlutum:

Egyptaland
Eþíópía
Filipseyjar
Indland
Indónesía
Íran
Japan
Jórdan
Kambódía
Kenía
Líbanon
Malasía
Malí
Marokkó
Mexíkó
Nepal
Níger
Rússland
Srí Lanka
Suður-Afríka
Tansanía
Taíland
Túnis
Tyrkland
Úganda
Venesúela

Vefur borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins.

TILBOÐ: London: Gistiheimili og hótelíbúðir. 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista
NÝJAR GREINAR:
Gist í klefa í New York

Mynd: Amcdaniel83-Creative Commons