Verður stærsta fríhafnarbygging heims

Hún verður nærri sex sinnum stærri en Smáralind fríhöfnin sem reisa á í Kína.

Hingað til hefur hið milda loftslag verið nóg til að skipa borginni Sanya, á eyjunni Hainan í S-Kínahafi, í röð með vinsælustu ferðamannastöðunum í Kína.

En nú eru það ekki bara sólþyrstir túristar sem þangað koma heldur líka þeir kaupóðu því Hainan hérað var gert að sérstöku efnahagssvæði fyrr á þessu ári. Verslunarmönnum eyjunnar til mikillar gleði.

Þetta nýfengna frelsi, frá opinberum gjöldum, ætla yfirvöld að nýta sér og áforma að reisa þrjú hundruð og fimmtíu þúsund fermetra fríhöfn í Sanya. En til samanburðar er Smáralind, stærsta verslunarmiðstöðin hér á landi, rúmir sextíu þúsund fermetrar.

Samkvæmt frétt The Independent verður þessi nýja fríhafnarbygging í Sanya sú stærsta sinnar tegundar.

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Arnar Úlfars Sævarssonar
TENGDAR GREINAR: Kínverjarnir koma
TILBOÐ:
Berlín: Hótelíbúðir í Mitte hverfinu- 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Sanfamedia.com-Creative Commons