Vilja geyma upplýsingar um ferðamenn í 15 ár

Heimilisfang, símanúmer og kreditkortanúmer þeirra Evrópubúa sem fljúga til Bandaríkjanna verður haldið til haga í 15 ár ef ESB leyfir.

Yfirvöld í Washington og Evrópusambandið reyna þessi misserin að komast að samkomulagi um hversu miklar upplýsingar Bandaríkin mega geyma um þá flugfarþega sem þangað koma frá Evrópu og hversu lengi. Samkvæmt frétt The Telegraph vilja Bandaríkjamenn fá leyfi til að geyma persónulegar upplýsingar um farþegana í fimmtán ár. Tíu árum lengur en gert er í dag, bæði vestanhafs og í Evrópu.

Þetta eru ekki einu breytingarnar sem Bandaríkjamenn ætla að ná í gegn í viðræðum sínum við ESB. Þeir vilja nefnilega fá í hendur allar upplýsingar um væntanlega farþega frá Evrópu fjórum sólarhringum fyrir brottför, einum sólarhring fyrr en í dag.

TENGDAR GREINAR: Núna er bannað að reykja víðast hvar í New York
NÝJAR GREINAR: Sofið í annarra manna rúmi
TILBOÐ:
Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: © NYC & Company