Vinsælustu ferðamannastaðir samkynhneigðra

Þau lönd og þær borgir sem njóta mestrar hylli hjá hommum og lesbíum.

New York er sú borg sem flestir hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir og klæðskiptingar stefna á að heimsækja á næstu þremur árum. Ríó og Sydney koma þar á eftir.

New York nýtur mestrar hylli hjá samkynhneigðum túristum
Þetta eru niðurstöður könnunar sem náði til 40.000 samkynhneigðra í 18 löndum og framkvæmd var af ráðgjafafyrirtækinu Out Now Global. Bandaríkin og Frakkland eru vinsælustu löndin eins og sjá má á listanum hér að neðan.

Af evrópskum borgum er það París sem toppar listann og á eftir koma London og Amsterdam. Róm sem hýsir Europride hátíðina í júní er í því fimmta og reiknað er með að tugir þúsunda manna muni heimsækja höfuðborg Ítala af því tilefni.

20 vinsælustu borgirnar meðal samkynhneigðra:

1. New York
2. Ríó de Janeiro
3. Syndney
4. París
5. San Francisco
6. London
7. Buenos Aires
8. Tokýó
9. Hong Kong
10. Melbourne
11. Los Angeles
12. Amsterdam
13. Sao Paulo
14. Barcelona
15. Las Vegas
16. Cancun
17. Mexíkó borg
18. Höfðaborg
19. Róm
20. Berlín

10 vinsælustu evrópsku borgirnar:

1. París
2. London
3. Amsterdam
4. Barcelona
5. Róm
6. Berlín
7. Madríd
8. Feneyjar
9. Prag
10. Vínarborg

10 vinsælustu löndin:

1. Bandaríkin
2. Frakkland
3. Spánn
4. England
5. Ítalía
6. Þýskaland
7. Ástralía
8. Kanada
9. Argentína
10. Brasilía

NÝJAR GREINAR: Farþegar gjaldþrota flugfélags eru ótryggðir
TILBOÐ: New York: Aloft í Harlem. Splunkunýtt hótel á spennandi stað

Heimild: Out Now Global LGBT2020 Study
Mynd: © NYC & Company