Gist í klefa í New York

Ódýr og glæný gisting fyrir þá sem eru á leið til New York í sumar.

Svona líta klefarnir á Yotel út
Yotel gististaðirnir hafa notið vinsælda meðal þeirra sem þurfa að dvelja næturlangt á flugvöllunum í Heathrow, Gatwick og Schiphol. Núna geta ferðalangar í New York bókað sér herbergi á risavöxnu Yoteli sem opnar þann fyrsta júní, nálægt Times Square. Þetta verður fyrsti gististaður fyrirtækisins sem opnar utan flugvallarsvæðis og þar verða 669 herbergi, eða klefar eins og þessi litlu herbergi eru kölluð.

Sautján fermetrar og góð nettenging

Þeir sem ætla til New York í verslunarleiðangur eru sennilega betur settir á hefðbundnu hóteli því herbergin á Yotel eru í kringum 17 fermetrar sem er með því minnsta. Það er því ekki mikið pláss en húsgögnin og innréttingarnar eru hannaðar sérstaklega inn í þetta litla rými og rúmunum er til að mynda hægt að skjóta til hliðar til að búa til auka gólfpláss. Baðherbergin útbúin klósetti og sturtu þannig að það er allt til staðar sem fólk á að venjast frá hefðbundnum herbergjum á tveggja og þriggja stjörnu hótelum. En þó hefur Yotel það framyfir marga keppinauta að bjóða uppá ókeypis nettengingu, frítt kaffi og morgunmat.

LESTU LÍKA: Hamborgari í heimsborginni

Kynningartilboð í sumar

Fram til byrjun september er hægt að finna herbergi á Yotel sem kosta aðeins 149 dollara á nótt (tæpar 17.000 kr.). Það mjög vel sloppið að finna hótel miðsvæðis í New York á því verði. Það er líka oftar en ekki kostur að búa á hóteli þar sem allt er splunkunýtt eða nýlega tekið í gegn. Yotel er því ekki galin gisting fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og um leið spara sér nokkra dollara til að eyða í skemmtun í heimsborginni.

Heimasíða Yotel

TENGDAR GREINAR: Einföld gisting í flottum umbúðum – New York
TILBOÐ: New York: Aloft í Harlem. Splunkunýtt hótel á spennandi stað
NÝJAR GREINAR: Sjarmerandi hótel í Stokkhólmi

Mynd: Yotel