Hér eru þær borgir sem þykja bestar til búsetu að mati tímaritsins Monocle.
En að mati álitsgjafa Monocle hefur Helsinki uppá svo margt annað gott að bjóða að engin borg tekur henni fram. Er þá aðallega horft til gæða heilbrigðis- og menntakerfisins, almenningssamgangna og hversu auðvelt er fyrir venjulegan launamanna að njóta þar lífsins. Einnig skiptir máli að listalífið sé í blóma, veitingastaðirnir fjölbreyttir og glæpatíðinin lág. Fjöldi grænna svæða er einnig þáttur sem Monocle-liðar horfa til.
Undanfarin ár hafa Munchen, Zurich og Kaupmannahöfn skipst á að sitja í efstu sætunum á listanum yfir byggilegustu borgirnar. En í ár var þörfum nátthrafna gert hærra undir höfði en áður og þar sem veitingastaðir og verslanir loka snemma í þessum þremur borgum þá þurftu þær að láta í minni pokann fyrir Helsinki.
Svona er listi Monocle yfir byggilegustu borgirnar árið 2011. Í sviganum eru sætin sem borgirnar vermdu á síðasta ári.
1. Helsinki (2010: 5)
2. Zurich (2010: 3)
3. Kaupmannahöfn (2010: 2)
4. Munchen (2010: 1)
5. Melbourne (2010: 9)
6.Vínarborg (2010: 8)
7. Sydney (2010: 12)
8. Berlín (2010: 11)
9.Tókýó (2010: 4)
10. Madríd (2010: 10)
11. Stokkhólmur (2010: 6)
12. París (2010: 7)
13. Auckland (2010: 20)
14. Barcelona (2010: 17)
15. Singapúr (2010: 21)
16. Fukuoka (2010: 14)
17. Hong Kong – nýtt á lista
18. Portland (2010: 22)
19. Honolulu (2010: 11)
20.Vancouver (2010: 16)
21. Kyoto (2010: 23)
22. Hamburg (2010: 24)
23. Lissabon (2010: 25)
24. Montréal (2010: 19)
25. Seattle – nýtt á lista
NÝJAR GREINAR: Sýna vetrarflugi til Íslands ekki áhuga
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista
Mynd: Oliver Beattie/Creative Commons