Samfélagsmiðlar

5 bestu ódýru veitingastaðirnir í Kaupmannahöfn

Hér eru þeir matsölustaðir þar sem Kaupmannahafnarbúar telja sig fá mikið fyrir peninginn.

Í ár var það nýr, pínkulítill ítalskur veitingastaður á Norðurbrú sem fékk lesendaverðlaun AOK, fylgirits Berlingske, sem besti ódýri veitingastaður borgarinnar.

Þeir eru sem eru á leið til Köben á næstunni ættu að kanna hvort það er laust borð á einum af þeim fimm stöðum sem tilnefndir voru til verðlaunanna. Því það sem fellur í kramið hjá dönskum bragðlaukum gerir það sennilega líka hjá þeim íslensku.

Staðirnir fimm eru:

Spiseri – Það eru fjórar ungar konur sem opnuðu þennan ítalska veitingastað fyrr á árinu í litlu húsnæði á Norðurbrú sem staðið hefur autt í mörg ár. Á Spiseri er gert út á heimilislegan og einfaldan mat og verðlagið er lágt. Aðalréttirnir á 110 til 140 danskar (frá 2500 íslenskum krónum) og antipasti og primi réttirnir á bilinu 50 til 90 danskar krónur. Ódýrasta vínflaskan er á 195 krónur.

Á Spiseri er opið miðvikudag til sunnudag og það borgar sig að panta borð, sérstakleg núna þegar staðurinn er nýkrýndur sigurvegari hjá AOK.

Spiseri, Griffenfeldsgade 28
www.spiseri.dk

Mother – Besta pizza sem útsendari Túrista hefur smakkað í Kaupmannahöfn var á þessum vinsæla stað í Kødbyen á Vesturbrú. Botninn er úr súrdeigi og áleggið er einfalt enda óþarfi að hrúga á pizzuna þegar grunnurinn er svona góður. Herlegheitin eru svo bökuð í eldofni. Í hádeginu er róleg stemmning á Mother en seinnipartinn fer að hitna í kolunum enda þykir skemmtanaglöðum borgarbúum tilvalið að fá sér pizzu áður en haldið er á alla barina og skemmtistaðina í nágrenninu, þar á meðal Jolene sem er í eigu Íslendinga.

Høkerboderne 9
www.mother.dk

Wokshop – Stórir skammtar af bragðmiklum thai mat hafa tryggt Wokshop sinn sess í Kaupmannahöfn. Staðirnir eru nú orðnir þrír enda voru vinsældir þess fyrsta það miklar að daglega þurfti fjöldi fólks frá að hverfa og finna sér eitthvað annað að borða. Það er ekki tekið við borðapöntunum á Wokshop þannig að þeir sem vilja prófa verða bara mæta tímanlega eða sýna þolinmæði. Aðalréttirnir eru á 115 til 140 danskar (frá rúmum 2500 dönskum).

Gammel Kongevej 122, Ny Adelgade 6, Melchiors plads 3.
www.wokshop.dk

La Galette – Franskara verður það varla í Kaupmannahöfn en í þessum fallega bakgarði í miðbænum þar sem bornar eru á borð bókhveiti pönnukökur með alls kyns áleggi. Enda þýðir galette, matarpönnukökur á frönsku og eiga þær ekkert skilt við þessar sætu sem bakaðar eru hér heima og smurðar með sultu og rjóma. Pönnukökurnar eru á kringum áttatíu krónur (um 1750 krónur) en þær fást ódýrari og dýrari. Eplavín eða síder er hinn eini rétti drykkur með matnum og kostar lítrinn 130 danskar (um 2900 kr.) en að sjálfsögðu er líka hægt að fá annað að drekka.

Larsbjørnsstræde 9
www.lagalette.dk

Bistrot-Bobo – Barnvænn staður við ferjubryggjuna, ekki svo langt frá Litlu hafmeyjunni. Þar er fjölskyldum gert hátt undir höfði því á staðnum er leikherbergi og hollt og gott spaghetti bolognese og kjúklingabitar fyrir þau yngstu. Þeir sem taka börnin með sér í fríið til Kaupmannahafnar eru því vel í sveit settir á þessum stað. Barnaréttirnir eru á 50 danskar (um 1100 kr.) og aðalréttirnir fyrir þá eldri eru á 75 til 185 danskar krónur.

Østbanegade 103
www.bistrot-bobo.dk

NÝJAR GREINAR: 25 byggilegustu borgirnar
TENGDAR GREINAR:
Vegvísir – Kaupmannahöfn
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Copenhagen Media Center/Tuala Hjarnø

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …