Samfélagsmiðlar

5 bestu ódýru veitingastaðirnir í Kaupmannahöfn

Hér eru þeir matsölustaðir þar sem Kaupmannahafnarbúar telja sig fá mikið fyrir peninginn.

Í ár var það nýr, pínkulítill ítalskur veitingastaður á Norðurbrú sem fékk lesendaverðlaun AOK, fylgirits Berlingske, sem besti ódýri veitingastaður borgarinnar.

Þeir eru sem eru á leið til Köben á næstunni ættu að kanna hvort það er laust borð á einum af þeim fimm stöðum sem tilnefndir voru til verðlaunanna. Því það sem fellur í kramið hjá dönskum bragðlaukum gerir það sennilega líka hjá þeim íslensku.

Staðirnir fimm eru:

Spiseri – Það eru fjórar ungar konur sem opnuðu þennan ítalska veitingastað fyrr á árinu í litlu húsnæði á Norðurbrú sem staðið hefur autt í mörg ár. Á Spiseri er gert út á heimilislegan og einfaldan mat og verðlagið er lágt. Aðalréttirnir á 110 til 140 danskar (frá 2500 íslenskum krónum) og antipasti og primi réttirnir á bilinu 50 til 90 danskar krónur. Ódýrasta vínflaskan er á 195 krónur.

Á Spiseri er opið miðvikudag til sunnudag og það borgar sig að panta borð, sérstakleg núna þegar staðurinn er nýkrýndur sigurvegari hjá AOK.

Spiseri, Griffenfeldsgade 28
www.spiseri.dk

Mother – Besta pizza sem útsendari Túrista hefur smakkað í Kaupmannahöfn var á þessum vinsæla stað í Kødbyen á Vesturbrú. Botninn er úr súrdeigi og áleggið er einfalt enda óþarfi að hrúga á pizzuna þegar grunnurinn er svona góður. Herlegheitin eru svo bökuð í eldofni. Í hádeginu er róleg stemmning á Mother en seinnipartinn fer að hitna í kolunum enda þykir skemmtanaglöðum borgarbúum tilvalið að fá sér pizzu áður en haldið er á alla barina og skemmtistaðina í nágrenninu, þar á meðal Jolene sem er í eigu Íslendinga.

Høkerboderne 9
www.mother.dk

Wokshop – Stórir skammtar af bragðmiklum thai mat hafa tryggt Wokshop sinn sess í Kaupmannahöfn. Staðirnir eru nú orðnir þrír enda voru vinsældir þess fyrsta það miklar að daglega þurfti fjöldi fólks frá að hverfa og finna sér eitthvað annað að borða. Það er ekki tekið við borðapöntunum á Wokshop þannig að þeir sem vilja prófa verða bara mæta tímanlega eða sýna þolinmæði. Aðalréttirnir eru á 115 til 140 danskar (frá rúmum 2500 dönskum).

Gammel Kongevej 122, Ny Adelgade 6, Melchiors plads 3.
www.wokshop.dk

La Galette – Franskara verður það varla í Kaupmannahöfn en í þessum fallega bakgarði í miðbænum þar sem bornar eru á borð bókhveiti pönnukökur með alls kyns áleggi. Enda þýðir galette, matarpönnukökur á frönsku og eiga þær ekkert skilt við þessar sætu sem bakaðar eru hér heima og smurðar með sultu og rjóma. Pönnukökurnar eru á kringum áttatíu krónur (um 1750 krónur) en þær fást ódýrari og dýrari. Eplavín eða síder er hinn eini rétti drykkur með matnum og kostar lítrinn 130 danskar (um 2900 kr.) en að sjálfsögðu er líka hægt að fá annað að drekka.

Larsbjørnsstræde 9
www.lagalette.dk

Bistrot-Bobo – Barnvænn staður við ferjubryggjuna, ekki svo langt frá Litlu hafmeyjunni. Þar er fjölskyldum gert hátt undir höfði því á staðnum er leikherbergi og hollt og gott spaghetti bolognese og kjúklingabitar fyrir þau yngstu. Þeir sem taka börnin með sér í fríið til Kaupmannahafnar eru því vel í sveit settir á þessum stað. Barnaréttirnir eru á 50 danskar (um 1100 kr.) og aðalréttirnir fyrir þá eldri eru á 75 til 185 danskar krónur.

Østbanegade 103
www.bistrot-bobo.dk

NÝJAR GREINAR: 25 byggilegustu borgirnar
TENGDAR GREINAR:
Vegvísir – Kaupmannahöfn
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Copenhagen Media Center/Tuala Hjarnø

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …