Samfélagsmiðlar

5 bestu ódýru veitingastaðirnir í Kaupmannahöfn

Hér eru þeir matsölustaðir þar sem Kaupmannahafnarbúar telja sig fá mikið fyrir peninginn.

Í ár var það nýr, pínkulítill ítalskur veitingastaður á Norðurbrú sem fékk lesendaverðlaun AOK, fylgirits Berlingske, sem besti ódýri veitingastaður borgarinnar.

Þeir eru sem eru á leið til Köben á næstunni ættu að kanna hvort það er laust borð á einum af þeim fimm stöðum sem tilnefndir voru til verðlaunanna. Því það sem fellur í kramið hjá dönskum bragðlaukum gerir það sennilega líka hjá þeim íslensku.

Staðirnir fimm eru:

Spiseri – Það eru fjórar ungar konur sem opnuðu þennan ítalska veitingastað fyrr á árinu í litlu húsnæði á Norðurbrú sem staðið hefur autt í mörg ár. Á Spiseri er gert út á heimilislegan og einfaldan mat og verðlagið er lágt. Aðalréttirnir á 110 til 140 danskar (frá 2500 íslenskum krónum) og antipasti og primi réttirnir á bilinu 50 til 90 danskar krónur. Ódýrasta vínflaskan er á 195 krónur.

Á Spiseri er opið miðvikudag til sunnudag og það borgar sig að panta borð, sérstakleg núna þegar staðurinn er nýkrýndur sigurvegari hjá AOK.

Spiseri, Griffenfeldsgade 28
www.spiseri.dk

Mother – Besta pizza sem útsendari Túrista hefur smakkað í Kaupmannahöfn var á þessum vinsæla stað í Kødbyen á Vesturbrú. Botninn er úr súrdeigi og áleggið er einfalt enda óþarfi að hrúga á pizzuna þegar grunnurinn er svona góður. Herlegheitin eru svo bökuð í eldofni. Í hádeginu er róleg stemmning á Mother en seinnipartinn fer að hitna í kolunum enda þykir skemmtanaglöðum borgarbúum tilvalið að fá sér pizzu áður en haldið er á alla barina og skemmtistaðina í nágrenninu, þar á meðal Jolene sem er í eigu Íslendinga.

Høkerboderne 9
www.mother.dk

Wokshop – Stórir skammtar af bragðmiklum thai mat hafa tryggt Wokshop sinn sess í Kaupmannahöfn. Staðirnir eru nú orðnir þrír enda voru vinsældir þess fyrsta það miklar að daglega þurfti fjöldi fólks frá að hverfa og finna sér eitthvað annað að borða. Það er ekki tekið við borðapöntunum á Wokshop þannig að þeir sem vilja prófa verða bara mæta tímanlega eða sýna þolinmæði. Aðalréttirnir eru á 115 til 140 danskar (frá rúmum 2500 dönskum).

Gammel Kongevej 122, Ny Adelgade 6, Melchiors plads 3.
www.wokshop.dk

La Galette – Franskara verður það varla í Kaupmannahöfn en í þessum fallega bakgarði í miðbænum þar sem bornar eru á borð bókhveiti pönnukökur með alls kyns áleggi. Enda þýðir galette, matarpönnukökur á frönsku og eiga þær ekkert skilt við þessar sætu sem bakaðar eru hér heima og smurðar með sultu og rjóma. Pönnukökurnar eru á kringum áttatíu krónur (um 1750 krónur) en þær fást ódýrari og dýrari. Eplavín eða síder er hinn eini rétti drykkur með matnum og kostar lítrinn 130 danskar (um 2900 kr.) en að sjálfsögðu er líka hægt að fá annað að drekka.

Larsbjørnsstræde 9
www.lagalette.dk

Bistrot-Bobo – Barnvænn staður við ferjubryggjuna, ekki svo langt frá Litlu hafmeyjunni. Þar er fjölskyldum gert hátt undir höfði því á staðnum er leikherbergi og hollt og gott spaghetti bolognese og kjúklingabitar fyrir þau yngstu. Þeir sem taka börnin með sér í fríið til Kaupmannahafnar eru því vel í sveit settir á þessum stað. Barnaréttirnir eru á 50 danskar (um 1100 kr.) og aðalréttirnir fyrir þá eldri eru á 75 til 185 danskar krónur.

Østbanegade 103
www.bistrot-bobo.dk

NÝJAR GREINAR: 25 byggilegustu borgirnar
TENGDAR GREINAR:
Vegvísir – Kaupmannahöfn
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Copenhagen Media Center/Tuala Hjarnø

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …