Rúmlega tveggja tíma seinkun að meðaltali

Ekkert flug Iceland Express frá Keflavík í gær fór í loftið á réttum tíma.

Þeir sem áttu bókað flug með Iceland Express í gær þurftu að sýna þolinmæði því engin brottför á vegum félagsins fór á réttum tíma. Seinkunin var að jafnaði tveir tímar og 7 mínútur þegar tekið er tillit til þess að bið uppá korter eða minna telst ekki seinkun í fluggeiranum.

Túristi hefur síðan 21. júní reiknað út stundvísitölur sínar sem sýna hlutfall brottfara og koma á Keflavíkurflugvelli sem standast áætlun og hversu biðin er að meðaltali löng. Tölurnar fyrir síðustu tíu daga júnímánaðar verðar birtar á morgun.

NÝJAR GREINAR: 5 bestu ódýru veitingastaðirnir í Kaupmannahöfn
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Wikicommons