Baðker víkja fyrir sturtum

Það gæti reynst erfitt að finna hótelherbergi með baðkeri í Bandaríkjunum í nánustu framtíð.

Margir ferðamenn hafa einfaldlega ekki tíma til að láta renna í bað og kjósa því heldur snögga sturtu þegar þeir gista á hóteli. Af þessum sökum eru baðker á undanhaldi hjá hótelkeðjum eins og Holiday Inn og Marriott samkvæmt frétt USA Today.

Hjá þeirri síðarnefndu eru til að mynda þrjú af hverjum fjórum nýjum hótelum með sturtuklefa á herbergjunum í stað baðkerja.

Eru það víst helst viðskiptaferðalangar sem eru í svo mikilli tímaþröng að sturtan er fyrsti kostur á meðan hefðbundnir túristar eru líklegir til að gefa sér tíma fyrir freyðibað í lok velheppnaðs dags í útlöndum. Fyrir þann hóp er þessi stefnubreyting því ekki af hinu góða.

NÝJAR GREINAR: Hallirnar í heimahéraði Jóakims prins
Hotels.com: Ódýrustu hótelin í London í byrjun júlí

Mynd: Rough Luxe