Delta dregur verulega úr Íslandsflugi

Bandaríska flugfélagið hefur fækkað ferðum sínum til Íslands um þriðjung, viku eftir að áætlunarflugið hófst.

Á fimmtudaginn hóf bandaríska flugfélagið Delta áætlunarflug á milli Keflavíkur og New York. Þá kom fram að félagið hyggðist fljúga hingað til lands fram í lok október.

Hins vegar var ekki hægt að bóka beint flug með Delta milli Íslands og Bandaríkjanna eftir fyrstu viku septembermánaðar á heimasíðu félagsins.

Þegar Túristi leitaði svara hjá flugfélaginu vegna þessa ósamræmis fengust þau svör að forsvarsmenn Delta hefðu ákveðið að hætta flugi til Íslands eftir 5. september vegna hækkunar á eldsneyti.

Þetta þýðir að ferðum félagsins hingað til lands fækkar um rúman þriðjung frá því sem áformað var.

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Ólafar Nordal

Hotels.com: Finndu lægsta verðið á gistingu í New York í júlí

 

Mynd: Wikicommons / Juergen Lehle