Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Ólafar Nordal

Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins gleymir stundum að pakka niður því nauðsynlegasta þegar hún fer til útlanda en man þó alltaf eftir að taka með sér bækur. Hér rifjar hún upp ferðalög sín til útlanda.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:
Ég er alin upp í stórum systkina hóp þar sem ekki gafst oft tilefni til að vera ein með pabba og mömmu. Þess vegna er mér mjög minnistæð ferðin sem ég fór með þeim til London rétt efir fermingu – ég fékk nefnilega að fara alein með þeim.  Það var mjög skemmtileg ferð. London er í miklu uppáhaldi hjá allri fjölskyldunni, ekki síst foreldrum mínum, af því að þau bjuggu þar á námsárum sínum – og þekkja borgina því mjög vel.  Síðan hef ég farið ótal sinnum þangað, á tímabili bjó systir mín þar og ég heimsótti hana marg oft sem og móðursystur mína en hún hefur búið í Énglandi áratugum saman. London er fjölbreytt og skemmtileg borg sem alltaf er gaman að heimsækja. Það er ekki síst skemmtilegt fyrir krakka að fara til stórborga heldur en að fara í hefðbundnar sólarferðir.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Ég hef farið í margar skemmtilegar ferðir til útlanda. Bæði í leik og starfi.  Það er auðvitað þannig, að skemmtilegustu ferðirnar eru þær sem maður fer með sínum nánustu – fjölskyldu og vinum. Við Tómas höfum í tvígang farið í afar skemmtilegar ferðir í tilefni stórafmæla í fjölskyldunni. Í fyrra sinnið þegar tengdafaðir minn varð sextugur og hið síðara í tilefni áttræðisafmælis pabba míns.  Þær ferðir voru báðar tvær frábærar og mjög eftirmninnanlegar. Önnur ferðin var til Ítalíu og bjuggum við á mjög skemmtilegum stað rétt fyrir utan Feneyjar.  Það er ótrúlegt að vera í Feneyjum, ferðast um á bátum og njóta fegurðinnar þar. Magnaðar byggingar, söfn og listaverk út um allt.  Fyrir utan hvað það er skemmtilegt að sjá lögreglubát og sjúkrabát en ekki bíla! Vonandi tekst Ítölum að varðveita þessa borg en það er fjarri því að vera einfalt mál að halda við byggingum við þær aðstæður sem þar eru.

Verst heppnaða utanlandsferðin:
Ég get varla sagt að ég hafi farið í leiðinlega utanlandsferð. Alltaf verið mjög skemmtilegt og mér finnst óskaplega gaman að ferðast og skoða heiminn. Alltaf einhver njálgur í mér og í huganum er ég stanslaust að hugsa um ferðir til útlanda þótt ekki verði nú alltaf úr öllum þeim áformum! Ég man þó eftir einni ferð sem ég fór þegar ég var í lagadeildinni til Póllands. Ég fór til að hitta pólska laganema og heimsækja háskólann þar. Ferðin sjálf var mjög góð, ég kynntist skemmtilegum krökkum og félagsskapurinn var fínn. En ég gleymi aldrei flugferðinni þangað. Ég flaug frá London með flugfélagi sem hét Lotair, og ég hefði kannski átt að lesa betur í nafnið áður en ég lagði af stað! Flugvélin var hundgömul fyrrverandi airoflot vél, varla hægt að tala um að almennileg sæti hafi verið í vélinni, frekar svona klappstólar og eina sem boðið var upp á að drekka var djús og vodka! Og kannski var það ekki að ástæðulausu því vélin var nánast að hrynja. Ég kom náföl út úr þessari flugferð og fann í fyrsta skipti fyrir flughræðslu sem hefur aðeins elt mig síðan.

Tek alltaf með í fríið:
Bækur. Ég gleymi oft því nauðsynlegasta en ég man alltaf eftir því að taka með mér eitthvað að lesa. Manninum mínum finnst ég yfirleitt alveg vanbúin þegar við leggjum af stað, hjá okkur er það þannig að hann pakkar öllu sem pakka þarf og gleymir aldrei neinu.  Ég á það hins vegar til að mæta út á flugvöll nánast með handtösku og þarf svo að fara beint í búð að kaupa hitt og þetta sem gleymdist heima.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:
Það var reyndar ekki í fríi heldur þegar við bjuggum í Ameríku á námsárunum. Við vorum auðvitað skítblönk eins og gerist og gengur og áttum algjöran bílskrjóð sem við ferðuðumst á um allt – framan af. Svo gerðist það eina nóttina, þegar við vorum á leið frá Iþöku þar sem við bjuggum í helgarfrí til Kanada – að bíllinn dó. Og á versta stað. Við sátum sem sagt föst á brú um miðja nótt rétt fyrir utan Buffalo með bílinn fullan af börnum og allt í pati. Það var heilmikið vesen að komast út úr þessari vitleysu. Við ákváðum hins vegar í kjölfarið að hætta að keyra bílinn nema innanbæjar og tókum síðan bílaleigubíl þegar flökkueðlið kallaði.

Besta maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Þessu er eiginlega ekki hægt að svara – maður er bara alltaf að borða góðan mat. Ég segi frekar að besti maturinn sé í hádeginu á virkum degi – þegar vinnandi fólk í útlöndum er að fara aftur í vinnunna en við, sem erum í fríi sitjum áfram og njótum lífsins. Þá panta ég iðulega creme brule sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Ég get þó sagt að ég fékk ótrúlega góðan mat á indverskum stað sem heitir Amma í New York í haust – magnaður matur á látlausum stað – nánast eins og að sitja í stofu heima hjá fólki. Það vakti athygli okkar að það voru mest Indverjar sem sátu þarna og ætli megi ekki segja að það séu meðmæli með staðnum.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:
New York. Hún er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Við reynum að fara þangað mjög reglulega og mér finnst það eiginlega lífsnauðsynlegt. Við kynntumst henni meðan við bjuggum úti og við njótum hennar alveg í botn.

Draumafríið:
Draumafríið mitt er bara næsta frí. Að komast aðeins í burtu úr amstrinu heima með mínu liði er bara draumur í dós. Einhvern tímann læt ég verða að því að fara í safarí ferð til Afríku, nokkuð sem mig hefur alltaf dreymt um að gera. Ég er spennt fyrir framandi stöðum og langar mikið að ferðast um fjarlægar álfur. Hvort sem er til að kynnast öðrum menningarheimum, aldinni menningu eða náttúrunni sem mig langar að sjá í svona safarí ferð. Það hafa ekki verið tækifæri til að heimsækja alla þessa framandi staði enn sem komið er en við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér!

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …