Fetað í fótspor Abba

Byrjaðu næturröltið í Stokkhólmi með skoðunarferð á slóðir þekktustu hljómsveitar Svía.

Abba með ráðhúsið í Stokkhólmi í baksýn
Vinsældir Abba eru ennþá það miklar að í heimaborg fjórmenninganna verður í fyrsta skipti nú í sumar boðið uppá sýnisferð um nokkra af þeim stöðum þar sem þau Björn, Benny, Agnetha og Anni-Frid héldu til á áttunda áratugnum. Til dæmis Sheraton hótelið þar sem mörg myndbönd hljómsveitarinnar voru tekin upp, Gamla Stan þar sem Benny og Anni-Frid áttu heima og ráðhúsið og óperuna.

Túrinn tekur tvo tíma og hefst klukkan fjögur á föstudögum og laugardögum í júlí, ágúst og september. Miðana má kaupa í Borgarsafni Stokkhólms eða á ticnet.se og kostar miðinn 120 sænskar krónur.

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Guðrúnar Helgadóttur
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Bengt H. Malmqvist © Premium Rockshot