Fimm ára og yngri ættu ekki að ferðast út fyrir Evrópu

Börn eru mun líklegri til að veikjast á ferðalagi um framandi slóðir en fullorðnir.

Ónæmiskerfi barna yngri en fimm ára er það óþroskað að þau eiga á hættu að veikjast alvarlega ef þau ferðast út fyrir Evrópu. Þessi heldur norskur sérfræðingur í sjúkdómum ferðamanna fram og styðst við tölfræði þarlendra tryggingafélaga. Haft er eftir honum í Aftenposten að hlutfallslega veikist miklu fleiri evrópsk börn á ferðalagi utan álfunnar en innan. Sérstaklega er það niðurgangur og sýkingar í öndurfærum sem herja á börnin.

Hann mælist til að foreldrar sem vilja ferðast á framandi slóðir velji lönd þar sem malaría er fátíð og heilbrigðiskerfið gott, til dæmis Taíland og Kanarí.

NÝJAR GREINAR: Flugvellir sem hampa snjallsímum
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: spiesteleviv-Creative Commons