Flugvellir sem hampa snjallsímum

Nýjustu símtækin geta sparað ferðamönnum sporin í flugstöðinni.

Það getur verð seinlegt að leita að upplýsingum um breytingar á komu- og brottfaratímum á netinu og ekki er textavarpið alltaf við hendina. Og þegar á flugvöllinn er komið þarf reglulega að kanna stöðuna á upplýsingaskjáum.

Sem betur fer er fjöldi flugvalla sem nýtir sér nýjustu tækni til að einfalda líf ferðamannsins með því að gera honum kleift að sækja allar upplýsingar um flugáætlunina og jafnvel flugstöðina í símanum sínum. En því miður verður biðin eftir sambærilegri þjónustu hér á landi eitthvað lengri því hjá Isavia fengust þær upplýsingar að málið væri til skoðunar.

Samkvæmt athugun Túrista á úrvalinu á Android markaðnum og Appstore bjóða flestir evrópsku flugvellirnir, sem flogið er beint til héðan, uppá þessa símaþjónustu og í öllum tilvikum er hún ókeypis.

Danirnir eru í takt við tímann

Þeir sem fara um Kastrup í Kaupmannahöfn hafa í áraraðir getað nýtt sér SMS þjónustu flugvallarins til að fylgjast með breytingum á flugáætlunum. Með tilkomu snjallsímanna hefur þessi þjónusta tekið stakkaskiptum og í dag geta notendurnir líka fengið GPS leiðsögn um flugstöðvarbygginguna eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Ólafar Nordal
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista