Frí nettenging á dönskum og norskum flugvöllum

Búbót fyrir þá sem vilja stytta sér stundir á netinu á meðan beðið er eftir brottför.

Það getur kostað hátt í tvö þúsund krónur að kaupa sér nettengingu í einn klukkutíma á útlenskri flugstöð. Það er því jákvætt að stærstu flugvellirnir í Noregi og Danmörku ætla að hætta að að rukka fólk fyrir þessa þjónustu. Í Noregi hefur þessi nýja stefna verið í gildi frá því í vor en það verður fyrst í byrjun vetrar sem Danirnir fella niður gjaldið.

Það voru forsvarsmenn Schiphol flugvallar í Amsterdam sem fyrstir buðu flugfarþegum uppá frítt net en þó aðeins í einn klukkutíma.

Á Leifsstöð kostar nettengingin 490 krónur.

NÝJAR GREINAR: 25 byggilegustu borgirnar
TENGDAR GREINAR: Allt að þrefalt lengri bið í Keflavík en á Kastrup
TILBOÐ:
Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Woco / Morten Bjarnhof