Fyrsta skipti Virgin í uppsiglingu

Það stefnir í verkfall hjá flugmönnum Virgin Atlantic sem yrði það fyrsta í sögu félagsins.

Í þau tuttugu og sjö ár sem Virgin flugfélagið hefur starfað hafa starfsmenn og eigendur alltaf náð saman um kaup og kjör. Nú stefnir hinsvegar í fyrsta verkfallið því í næsta mánuði ætla flugmenn félagsins að leggja niður störf. Þeir eru ósáttir við að fá ekki bætta þá kjaraskerðingu sem þeir tóku á sig fyrir tveimur árum síðan þegar illa áraði hjá fyrirtækinu.

Richard Branson, stjórnarformaður Virgin, segir í viðtali við The Times að öllum starfsmönnum félagsins hafi verið boðin fjögra prósenta launahækkun og aðeins einn hópur starfsmanna sé ósáttur við tilboðið. Hann segist bjartsýnn á að lausn finnist.

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Svandísar SvavarsdótturAllt að þrefalt lengri bið í Keflavík en á Kastrup
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Virgin Atlantic