Í Svíþjóð sekta þeir sóða

Þeir sem láta ruslið sitt eftir liggja á sænskri grundu eiga von á sekt.

Almenningsgarðar geta orðið ansi sóðalegir í lok góðviðrisdags enda alltof margir sem nenna ekki að skila flöskum, matarumbúðum og einnota grillum í ruslið. Þess háttar sóðaskapur verður ekki lengur liðinn í Svíþjóð því frá og með tíunda júlí verða þeir sem ekki ganga frá eftir sig sektaðir um 800 sænskar (14500 íslenskar) ef löggan stendur þá að verki. Hingað til hefur tiltal verið látið duga.

Reykingamenn sem hafa þann leiða ávana að kasta stubbum á stéttar og tún geta haldið því áfram því lögin ná ekki yfir þess háttar hegðun.

NÝJAR GREINAR: 5 bestu ódýru veitingastaðirnir í Kaupmannahöfn
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: postbear/Creative Commons