Kristjanía örugg á ný

Borgarstjórinn í Kaupmannahöfn er ánægður með að Kristjaníubúar og danska ríkið hafi loks náð samkomulagi.

Fríríkið Kristjanía hefur lengi verið einn vinsælasti viðkomustaður túrista í Kaupmannahöfn og hefur óvissuástandið sem þar hefur ríkt komið niður á ferðaþjónustunni, að sögn forsvarsmanna ferðamálaráðs Kaupmannahafnar. Í gær var hins vegar bundinn endir á átta ára deilu íbúanna og danska ríkisins þegar Kristjaníubúar keyptu húseignirnar á svæðinu.

Borgarstjóri Kaupmannahafnar fangar niðurstöðunni og segist vilja taka þátt í að viðhalda þeim einstaka brag sem þessi bæjarhluti hefur og á sama tíma auka öryggi íbúanna og gesta þeirra.

Ferðamenn ættu því hér eftir að geta óhræddir heimsótt þennan einstaka stað.

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Svandísar Svavarsdóttur
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Wonderful Copenhagen