Stundvísitala Túrista: ein brottför af átta á áætlun

Meðalseinkun á vélum Iceland Express var rúmlega helmingi minni í gær en í fyrradag. Aðeins eitt flug fór þó í loftið á réttum tíma.

Á þriðjudaginn var meðalseinkun á brottförum og lendingum hjá Iceland Express um einn klukkutími og tuttugu og ein mínúta. Í gær, miðvikudag, var seinkunin að jafnaði 39 mínútur. Aðeins eitt flug af átta fór í loftið innan skekkjumarka, þ.e. stundarfjórðungi eftir áætlaða brottför. Það er líka breyting til batnaðar frá því á þriðjudag þegar ekkert flug var á réttum tíma.

Hjá Icelandair þurfti að seinka þremur flugtökum og meðalbiðin, eftir lendingu og flugtaki, var um þrettán mínútur en var rúmar þrjár mínútur á þriðjudag.

Áttatíu og fimm prósent af brottförum Icelandair í gær voru á réttum tíma en aðeins 12,5 prósent hjá Iceland Express. Þau fáu erlendu flugfélög sem nýta sér Keflavíkurflugvöll stóðust áætlun.

Túristi byrjaði í gær að reikna út Stundvísitölu sem sýnir meðalseinkun á bæði brottförum og komum flugvéla á Keflavíkurflugvelli. Eru útreikningarnir byggðir á upplýsingum af heimasíðu Leifsstöðvar.

Stundvísitala Túrista (þ.e. meðalseinkun), 22. júní 2011.

Icelandair: 12,8
Iceland Express: 38,6

NÝJAR GREINAR: Flugvellir sem hampa snjallsímum
TILBOÐ:
Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: bsktcase /Creatice Commons