Þegar staðsetning hótelsins skiptir öllu máli

Hér eru tvær netsíður sem auðvelda ferðamönnum að finna vel staðsett hótel.

Það er óþarfi að eyða tímanum í ferðalög innanbæjar þegar dvalið er í stuttan tíma í útlöndum. Það borgar sig því að grúska aðeins á netinu áður en gistingin er bókuð til að vera viss um að hótelið sé ekki of langt frá þeim stöðum sem okkur langar að heimsækja í ferðinni.

Með hjálp Google maps má átta sig vel á staðháttum í ókunnugri borg en síður eins og Bedmap og Mapnificient bæta um betur, þó takmarkaðar séu enn sem komið er.

Bedmap

Hvar er í borginni eru ódýrustu hótelin og hvar er gistingin þar sem boðið er uppá frítt internet, bílastæði og morgunmat? Á þessari bókunarsíðu birtast niðurstöður hótelleitarinnar á korti í stað töflu sem gefur betri mynd af staðsetingu hvers hótels fyrir sig. Einnig er hægt að takmarka leitina við þau hótel og gistihús sem bjóða hitt og þetta í kaupbæti.

www.bedmap.com

Mapnificient

Hversu langan tíma tekur að ganga frá hótelinu að lestarstöðinni, veitingastaðnum eða tónleikahöllinni? Hjá Mapnifiient er hægt að finna svör við þessum spurningum í 17 bandarískum borgum og nokkrum evrópskum. Sláðu inn götuheiti hótelsins sem þú ert að spá í og hversu langt þú ert til í að labba. Þá birtist kort af borginni þar sem búið er að lýsa upp það svæði sem er í göngufæri við hótelið.

www.mapnificient.net

NÝJAR GREINAR: Allt að þrefalt lengri bið í Keflavík en á Kastrup
TILBOÐ:
Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: John Althouse Cohen (Creative Commons)