10 bestu flugstöðvarnar í Evrópu

Þeir tíu flugvellir sem skora hæst meðal farþeganna.

Nærri níu af hverjum tíu farþegum sem fljúga til og frá flugvellinum í Zurich í Sviss eru ánægðir með aðbúnaðinn og þjónustuna í flugstöðinni. Engin önnur af stóru flugstöðvunum í Evrópu fær jafn góða dóma í nýrri franskri könnun.

Minni flugvöllurinn í París, Orly, þykir næstbestur og Schiphol í Amsterdam kemur þar á eftir. Sá hollenski þykir reyndar slá öllum öðrum við þegar kemur að verslun á meðan ekkert toppar matinn í Zurich samkvæmt því sem fram kemur í frétt The Independent um könnunina.

10 bestu flugstöðvarnar í Evrópu:

  1. Zurich
  2. Orly í París
  3. Schiphol í Amsterdam
  4. Brussel
  5. Kastrup í Kaupmannahöfn
  6. El Prat í Barcelona
  7. Munhcen
  8. Charles de Gaulle í París
  9. Barajas í Madríd
  10. Heathrow í London

NÝJAR GREINAR: Fyrsta gönguleiðin fyrir allsbera
Hotels.com: Sumarútsala – bókaðu gistingu með 40% afslætti


Mynd: Wikicommons

Share |