10 vinsælustu ferðamannalöndin

Þau lönd sem laða til sín flesta ferðamenn.

Ferðaþjónustan í Kína hefur sótt í sig veðrið síðustu ár og er landið nú þriðji vinsælasti áfangastaður ferðamanna. Frakkland heldur hins vegar fast í fyrsta sætið en þangað komu nærri sjötíu og sjö milljónir ferðamanna á síðasta ári samkvæmt tölum frá UNWTO, ferðamálanefnd Sameinuðu þjóðanna. Það er töluvert meiri fjöldi en heimsótti næstvinælasta landið, Bandaríkin, heim.

Fjöldi gesta í tíu vinælustu ferðamannalöndunum á síðasta ári, tölur í sviga sýna hlutfallslega breytingu frá fyrra ári.

  1. Frakkland: 76,8 milljónir (0,0%)
  2. Bandaríkin: 59,7 milljónir (8,7%)
  3. Kína: 55,7 milljónir (9,4%)
  4. Spánn: 52,7 milljónir (1%)
  5. Ítalía: 43,6 milljónir (0.9%)
  6. Bretland: 28,1 milljónir (-0,2%)
  7. Tyrkland: 27 milljónir (5,9%)
  8. Þýskaland: 26,9 milljónir (10,9%)
  9. Malasía: 24,6 milljónir (3,9%)
  10. Mexíkó: 22,4 milljónir (4,4%)

NÝJAR GREINAR: Íslendingar við konunglegt brúðkaup í Bútan
Hotels.com: Sumarútsala – bókaðu gistingu með 40% afslætti

Mynd: Ferðamálaráð Parísar