17 prósent ferða á áætlun síðustu 10 daga

klukka

Töluverður munur var á stundvísi Icelandair og Iceland Express síðustu daga.

Flugferðum Iceland Express, til og frá Keflavíkurflugvelli, seinkaði að meðaltali um klukkutíma á síðasta þriðjungi júnímánaðar. Aðeins 17 prósent af vélum félagsins héldu áætlun. Á sama tímabili fóru tvær af hverjum þremur vélum Icelandair í loftið á réttum tíma og seinkaði flugtaki að jafnaði um tæpar tíu mínútur. Komutímar Icelandair í Keflavík stóðust í sextíu prósent tilvika.

Þetta sýna útreikningar Túrista á stundvísi flugfélaganna sem byggðir eru á upplýsingum um komur og brottfarir á heimasíðu Leifsstöðvar. Niðurstöðurnar má sjá í töflunni hér fyrir neðan.

Stundvísitölur Túrista 21. til 30.júní:

Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma
Meðalseinkun koma Hlutfall flugferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair 66% 9.6 mín 60% 12,2 mín 63% 10,9 mín
Iceland Express 17% 59,4 mín 17% 60,9 mín 17% 60,2 mín

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar af öllum seinkunum sem eru meira en stundarfjórðungur.

NÝJAR GREINAR: 5 bestu ódýru veitingastaðirnir í Kaupmannahöfn
Hotels.com: Sumarútsala – bókaðu gistingu með 40% afslætti

Mynd: Gilderic/Creative Commons