Asískar hótelkeðjur í útrás í París

Fínustu hótelkeðjur Asíu ætla sér stóra hluti í Frakklandi.

Örfá hótel í París þykja svo fín að það væri móðgun að segja þau fimm stjörnu gististað. Þess vegna hafa Frakkarnir ákveðið að þessir allra glæsilegustu hótel gangi hér eftir undir heitinu „Palace“.

Aðeins átta hótel í landinu hafa fengið þessa nafnbót, fjögur þeirra í París. Þeim gæti þó farið fjölgandi á næstunni því eigendur helstu lúxushótelanna í Asíu ætla að spreyta sig í París samkvæmt frétt The Sunday Times. Innan skamms munu hótelkeðjunnar Raffles og Shangri-La opna útibú í franska höfuðstaðnum og nýverið tilkynntu forsvarsmenn Mandari-Oriental að innan fárra ára mun enginn gististaður í París jafnast á við höllina þeirra.

Þau fjögur hótel í París sem í dag mega kalla sig „palace“ eru Le Meurice, the Plaza Athénée, Le Bristol og Park Hyatt Paris-Vendôme.

TENGDAR GREINAR: Þar sem rokkstjörnurnar gista í ParísEkkert fjölskylduhótel
Hotels.com: Sumarútsala – bókaðu gistingu með 40% afslætti

Mynd: the Plaza Athénée