Chelsea hótelinu bjargað

Hið goðsagnarkennda hótel í New York verður endurnýjað.

Þeir eru ófáir listamennirnir sem búið hafa á Chelsea hótelinu í New York til lengri eða skemmri tíma. Þeirra á meðal eru Bob Dylan, Andy Warhol, Charles Bukowski og Leonard Cohen sem samdi þekkt lag um dvöl sína þar. En þrátt fyrir að hótelið hafi verið gert ódauðlegt í verkum margra af gömlu gestanna þá hefur reksturinn ekki verið blómlegur og nýverið keypti fasteignamógullinn Joseph Cetrit það.

Um tíma var talið að hann ætlaði sér að rífa húsið niður en samkvæmt fréttum Wall Street Journal hyggst hann ráðast í kostnaðarfrekar endurbætur á þessum þekkta gististað.

Ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdir hefjast en þangað til geta þeir sem vilja feta í fótspor fræga fólksins keypt sér gistingu á hótelinu fyrir um tuttugu þúsund íslenskar.

NÝJAR GREINAR: Íslendingar við konunglegt brúðkaup í Bútan
Hotels.com: Sumarútsala – bókaðu gistingu með 40% afslætti

Mynd: Ramocchia/Creative Commons