Dregur úr vexti Ryanair

Farþegum írska lággjaldaflugfélagsins fjölgaði aðeins um níu prósent í síðasta mánuði.

Allar götur frá árinu 2002 hefur fjölgun farþega Ryanair verið mæld í tveggja stafa tölum miðað við sama mánuð árið á undan. Þar til nú, því í júní síðastliðnum fjölgaði þeim aðeins um níu prósent og voru rúmar 7,3 milljónir. Það er þó sex sinnum fleiri farþegar en stigu um borð í vélar Ryanair í júní fyrir níu árum síðan.

Eins og gefur að skilja verður það sífellt erfiðara fyrir félagið að sýna fram á háan hlutfallslegan vöxt milli ára þegar farþegarnir eru orðnir svona margir.

Ryanair flýgur á milli 27 landa í dag og nýtir oft minna þekkta flugvelli í stað þeirra stóru.

TENGDAR GREINAR: Aprílgabb Ryanair?
Hotels.com: Sumarútsala – bókaðu gistingu með 40% afslætti

Mynd: Wikicommons