Ferðamenn flykkjast að húsi Bin Laden

Leynistaður hryðjuverkamannsins er vinsæll meðal túrista í Pakistan.

 

Hóteleigendur í bænum Abbottabad í Pakistan eru kampakátir með lífið þessi misserin enda streyma innlendir og erlendir ferðamenn til bæjarins. Fólkið er komið til bæjarins til að berja augum húsið þar sem bandarískir hermenn fönguðu Osama Bin Laden.

Samkvæmt frétt Politiken hefur túristastraumurinn til bæjarins haft jákvæð áhrif á efnahaginn en ennþá er margir heimamenn þó ósáttir við framgöngu Bandaríkjahers í þessu fína úthverfi borgarinnar fyrir tæpum þremur mánuðum síðan.

Vonast ferðaþjónusta borgarinnar til að þessi athygli sem húsið hans Osama og bærinn fær þessi misserin sé aðeins það sem koma skal um ókomna framtíð.

NÝJAR GREINAR: Íslendingar við konunglegt brúðkaup í Bútan
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Wikicommons