Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Mikaels Torfasonar

Það var ekki nóg fyrir Mikael Torfason rithöfund að fara í öll fötin í bakpokanum til að halda á sér hita í sleðaferð á Grænlandi. Hann segir hér frá ferðalögum sínum.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:
Við fórum til Kanarí þegar ég var enn í leikskóla. Ég man eftir að hafa séð þykjustunni indjánaþorp og fengið martröð um að ég hlypi um gangana á hótelinu án þess að vita hvar mitt herbergi væri.

Best heppnaða utanlandsferðin:
Ég var í sex mánuði á sólarströnd í Portúgal. Við bjuggum þar í bænum Tavira í góðu yfirlæti.

Verst heppnaða utanlandsferðin:
Ég reyndi einu sinni að flytja til útlanda þegar ég var rúmlega tvítugur að deyja úr óhamingju að mér fannst. Vann í ferðatívolíi á Jótlandi en gafst upp eftir viku og flúði aftur heim.

Tek alltaf með í fríið:
Ekkert sérstakt nema vegabréf og peninga.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum
Ja, mér brá einu sinni rosalega í myrkrinu á Grænlandi fyrir nokkrum árum þegar ég hafði leigt hús þar til að skrifa bók. Þannig var að ég fékk far með danskri herflugvél og við lentum á ísnum við Scoresby Sund og ég hafði bókað far með veiðimanni á hundasleða til Ittoqqortoormiit. Ég hafði ekki alveg gert mér grein fyrir kuldanum og myrkrinu og að ferðalagið væri um sólarhringur á hundasleða. Veiðimaðurinn tók öll föt upp úr bakpokanum mínum og skipaði mér að klæðast í öll fötin sem ég var með. Svo fékk hann lánaðan XXL kuldagalla hjá vinum sínum í flugstöðinni og við héldum af stað. Mér hefur aldrei verið jafn kalt, hvorki fyrr né síðar.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:
Æi, mér er eitthvað svo nákvæmlega sama um mat. Ég fékk Kentucky Fried Chicken einu sinni tíu ára í London og man enn eftir þeirri máltíð og lyktinni af blautþurrkunum sem fylgdu.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:
Köln. Já, ég hef alltaf haft ánægju af þeirri borg og auðvitað þar sem ég hef búið um tíma eins og Kaupmannahöfn eða Los Angeles.

Draumafríið:
Ég hef aldrei skilið hugmyndina um frí þótt ég hafi gaman að því að drösla krökkunum í útilegur og fíflast með þeim í útlöndum. Besta fríið er bara heima með bók og ég hef aldrei litið á ferðalög sem frí og hvort eð er á maður helst ekki að ferðast fyrir minna en þrjá mánuði til að fá eitthvað frí út úr ferðalaginu.

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …