Fjórða hvert vegabréf afgreitt í skyndi

Þeir eru margir hér á landi sem muna of seint eftir því að endurnýja vegabréfið.

Nærri því fjórða hvert vegabréf sem gefið var út á landinu í júní var gert með hraði. Þess háttar flýtimeðferð kostar rúmlega helmingi meira en hefðbundin afgreiðsla eða 15.200 í stað 7.700 króna. Þessi sofandaháttur er ferðafólki því dýrkeyptur.

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá hefur fjöldi passa sem afgreiddir eru með flýtimeðferð aukist töluvert frá því í júní í fyrra. Útgáfutími vegabréfa er átta dagar.

NÝJAR GREINAR: Íslendingar við konunglegt brúðkaup í Bútan
Hotels.com: Sumarútsala – bókaðu gistingu með 40% afslætti

Mynd: Þjóðskrá