Fríhöfnin eykur úrvalið af íslenskum fötum

Íslensk hönnun er í forgrunni í endurbættri tískuvöruverslun Fríhafnarinnar.

Áhuginn hér heima á innlendri hönnun virðist síður en svo fara dvínandi og útlendingarnar sem heimsækja okkur vilja blessunarlega margir fara heim með íslenskar vörur. Það er því ánægjulegt að í hinni nýju tískuvöruverslun Fríhafnarinnar skuli vera lögð mikil áhersla á að selja vörur frá íslenskum framleiðendum. Eru það merkin Farmers Market, KronKron, Spiral og Ella sem eru á boðstólum ásamt nokkrum klassískum erlendum.

NÝJAR GREINAR: Íslendingar við konunglegt brúðkaup í Bútan
TILBOÐ:
Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Fríhöfnin