Fyrsta gönguleiðin fyrir allsbera

nakin blake wisz

Í Þýskalandi finna striplingar víða griðland og því þarf ekki að koma á óvart að fyrsta merkta leiðin ætluð nöktum göngugörpum sé þar að finna.

Þeir Íslendingar sem kjósa að viðra sig utan hús klæðalausir hafa ekki úr miklu að moða hér á landi alla vega ekki ef þeir vilja sleppa við sekt eða tukthúsvist. Í Þýskalandi eru íbúarnir hins vegar miklu vanari því að bera sig til dæmis þegar þeir sóla sig, synda eða fara í gufubað. Og nú geta áhugasamir um göngur og nekt slegið tvær flugur í einu höggi því frá bænum Dankerode í Harz héraði liggur nú átján kílómetra slóði sem ætlaður er kviknöktu göngufólki.

Harzer Naturistenstieg er leiðin kölluð og mun vera fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Hana má þá fara í fullum skrúða en þeir sem það gera mega eiga von á hósti og jafnvel athugasemdum frá göngugörpum á Adams- og Evuklæðum. Líkt og gerist þegar óvanir ferðalangar fara í sundfötum í þýska gufu.
Hér fyrir neðan má svo sjá myndband af göngu eins nátturuunnanda um Harzer Naturistenstieg.
H