Hvað kostar að senda póstkort heim?

SMS og MMS hafa ekki gengið að póstkortunum dauðum.

Póstkortin virðast ekki vera á undanhaldi þrátt fyrir sífellt betri myndavélasíma
Þar sem ferðamenn venja komur sínar eru standar með póstkortum algeng sjón. Þetta klassíska form til að flytja fréttir af ferðalögum lifir því enn góðu lífi þrátt fyrir að myndavélarnar í símunum verða sífellt betri.

Póstburðargjöld eru mjög mismunandi eftir löndum og það sama má segja um verðskrá íslensku símafyrirtækjanna á SMS og MMS. Þeir sem eru í Bandaríkjunum borga til að mynda um 80 krónur fyrir SMS sendinguna þaðan og heim sem er ekki svo mikið meira en póstkortaleiðin kostar.

Það er svo bara spurning hvort formið gleður viðtakandann meira. Alla vega eru meiri líkur á að póstkortsins bíði glæst framtíð uppá ísskáp á meðan SMS-ið hverfur í næstu tiltekt.

Þetta kostar að senda póstkort heim frá útlöndum:

Bandaríkin: 113 krónur
Belgía: 165 krónur
Bretland: 126 krónur
Danmörk: 183 krónur
Finnland: 120 krónur
Frakkland: 120 krónur
Færeyjar: 215 krónur
Grænland: 194 krónur
Holland: 127 krónur
Ítalía: 83 krónur
Kanada: 234 krónur
Noregur: 256 krónur
Pólland: 96 krónur
Spánn: 105 krónur
Svíþjóð: 220 krónur
Þýskaland: 120 krónur

NÝJAR GREINAR: 10 vinsælustu ferðamannalöndin

Mynd: wenzday01/Creative Commons