750.000 túristar á pöllunum í Englandi

Fótboltinn er mikilvægur fyrir bresku ferðaþjónustuna.

Á Englandi spila margir af bestu knattspyrnumönnum í heimi og engin deildarkeppnin jafnast á við ensku úrvalsdeildina. Það er því ekki að undra að fólk víða að úr heiminum geri sér ferð þangað til að fara á völlinn.

Á síðasta ári voru það hvorki meira né minna en 750.000 túristir sem komu gagngert til að fara á leik í úrvalsdeildinni samkvæmt tölum fram ferðamálaráði Bretlands. Flestir komu þeir frá Noregi en íbúar annars olíuríkis, Sameinuðu arabísku furstadæmanna, voru næstfjölmennastir í þessum hópi ferðamanna. Eru það helst heimaleikir Manchester United, Arsenal og Chelsea sem fólkið er komið til að sjá

Eyða meiru en aðrir

Þessi ferðamannastraumur hefur jákvæð áhrif á efnahag Breta því samkvæmt útreikningum ferðamálaráðsins þá eyða fótboltaáhugamennirnir að meðaltali, sem samsvarar, tæpum hundrað og fimmtíu þúsund íslenskum krónum í ferðinni sem er nærri 40 prósent meira en venjulegir túristar í Bretlandi gera.

NÝJAR GREINAR: Nærri helmingur ferða Iceland Express á tíma
TILBOÐ:
Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: George M. Groutas/Creative Commons